Verð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið kipp undanfarna mánuði. Í maí hækkaði sérbýli í verði um 2,8% og í júní nam hækkunin 1,7%. Þetta eru talsvert miklar hækkanir milli mánaða í sögulegu samhengi en meðaltal mánaðarhækkana sérbýlis síðan 1994 er um 0,6%. Nú er svo komið að á meðan fjölbýli hefur hækkað um 3,7% undanfarna 12 mánuði hefur sérbýli hækkað um 9,3% á sama tímabili.
top of page
bottom of page
Comments