Hef ávallt bent fólki sem skoðar fasteign að skoðunarskylda kaupanda er afar rík og mikilvægt að skoða bæði ástands og útlit eignarinnar vel. Eins kynna sér gögn fasteignasölunnar vel.
Það er aldrei eins mikilvægt að skoða fasteign vel eins og við afhendingu eignarinnar því þá færist ábyrgð og áhættan af eigninni yfir á kaupandann. Kaupandinn þarf að skoða mjög vel við afhendingu og koma með athugasemdir ef einhverjar eru beint til seljanda með afrit á fasteignasöluna og gefa seljandanum tækifæri að bæta úr þeim athugasemdum sem mögulega koma upp. Hins vegar þurfa athugasemdirnar að vera þess eðlis að það sé grunur um galla á eigninni.
Oft eru kaupendur líka með smámunaathugasemdir sem uppfyllir ekki svokallaða galla td eru ein algengustu ágreiningsefni í fasteignaviðskiptum eru þrif við afhendingu en að fá afhenda íbúð illa þrifna flokkast ekki sem galli þó svo seljandi eigi að skila af sér eigninni hreinni og fínni.
Hér er vísað í lagagrein sem ég myndi vilja að allir fasteignakaupendur og seljendur ættu að kynna sér.
palli@450.is / 7754000
Áhættan af seldri fasteign flyst til kaupanda við afhendingu. Þegar áhætta af seldri fasteign hefur flust til kaupanda helst skylda hans til að greiða kaupverðið þótt eignin rýrni, skemmist eða farist af ástæðum sem seljanda er ekki um að kenna. Ef seljandi getur ekki afhent fasteign á réttum tíma af ástæðum sem kaupanda er um að kenna ber kaupandi áhættu af fasteigninni frá þeim tíma sem hann gat fengið hana afhenta.
コメント