top of page
Writer's picturePall Palsson

26% meiri sala, miklar hækkanir og eignir sjaldan selst eins hratt

Updated: Oct 20, 2020

Í ágúst mánuði var rúmlega 40% meiri sala á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu en var á sama tíma á síðsta ári.

Frá 1. júli – 1.oktober hafa selst um 2516 eignir í fjölbýli og sérbýli á móti 1995 eignir á sama tíma árið 2019. Meðalfjárhæð á hvern kaupsamning 56.2 milljónir.


Í September hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% og hefur hækkað um 3% síðastliðna 3 mánuði, 4% síðastliðna 6 mánuði og 5.6% síðust 12 mánuði

Um 2100 eignir eru skráðar til sölu á höfuðborgarsvæðinu þarf af um 700-800 nýbyggingar en mikið af þeim eru tví og jafnvel þrískráðar. Eins er mikið um að eignir eru enn auglýstar til sölu sem eru seldar með ákveðnum fyrirvörum. Í sömu viku voru um 25.000 notendur á fasteignavef Morgunblaðsins þannig að áhuginn og eftirspurnin virðist mikil á meðan framboðið virðast vera lítið.


Meðalsölutími nýbygginga er um 37 daga en 46 daga fyrir aðrar eignir. það tekur að meðaltali um 43 daga að selja eign í fjölbýli og um 50 daga í sérbýli


palli@450.is / 7754000


*Samkvæmt Þjóðskrá Íslands




Comments


bottom of page