top of page
  • Writer's picturePall Palsson

Er markaðurinn að breytast í kaupendamarkað?

Í nýlegri skýrslu frá Íbúðalánasjóði er margt sem bendir til þess að markaðurinn sé að breytast í kaupendamarkað þó undirritaður er á þeirri skoðun að markaðurinn er á ná fullkomnu jafnvægi á milli kaupanda og seljanda.


Það er áhugaverð tölfræði sem sýnir framá breytingar á markaði.


1880 íbúðir skráðar á markaðinn í janúar 

í janúar síðastliðnum voru fleiri íbúðir skráðar nýjar inn til sölu en áður hefur mælst í einstökum mánuði eða alls 1.880 íbúðir.


154% aukning varð á nýjum íbúðum sem komu inn til sölu á árinu 2018 samanborið við árið 2017. Þar af var 158% aukning í skráningu nýbygginga til sölu á höfuðborgarsvæðinu og 146% aukning utan höfuðborgarsvæðisins. Fjölgun íbúða á sölu frá árinu 2017 til 2018 var þar með mest drifin áfram af fjölgun nýbygginga á milli ára


Um 11% fasteigna sem seldust í janúar á höfuðborgarsvæðinu höfðu verið innan við 30 daga á sölu og 50% voru einn til þrjá mánuði á sölu. Sé horft til íbúðamarkaðar utan höfuðborgarsvæðisins sjást svipuð hlutföll, 13% íbúða seldust innan 30 daga og 41% á einum til þremur mánuðum.

Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs á fasteignaauglýsingum og kaupsamningum bendir til þess að um 4% íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu hafi nú í janúar verið yfir ásettu verði, tæplega 14% á ásettu verði og nær 83% undir ásettu verði.


Hagstæðustu vaxtakjör á breytilegum verðtryggðum vöxtum fasteignalána hafa farið áfram lækkandi það sem af er ári og eru nú komin niður í 2,15%.


Í janúar síðastliðnum námu ný óverðtryggð íbúðalán, að frádregnum umfram og uppgreiðslum eldri lána, alls um 14,8 milljörðum króna en hrein ný verðtryggð lán námu á sama tíma tæpum 0,6 milljörðum króna.


Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 2.400 á árinu 2018, samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands um fjölda skráðra íbúða hér á landi, og eru þær nú 140.600 talsins á landinu öllu.1 Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.800 árið 2017. Þetta er mesta árlega fjölgun íbúða frá árinu 2008 en þá fjölgaði þeim um 3.700.


Það sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins þar sem íbúðum fjölgaði mest í fyrra var Reykjanesbær en þar fjölgaði íbúðum um 227 og voru þær því í lok árs 2018 orðnar um 7.300 talsins. Hlutfallslega fjölgaði íbúðum mest á landinu öllu í Mýrdalshreppi eða um 6,5% milli ára úr 245 íbúðum í 261. Næstmesta hlutfallslega fjölgunin varð í Mosfellsbæ en þar fjölgaði íbúðum um 5,5% milli ára eða um 196 íbúðir. *Heimild frá greiningadeild Íbúðalánasjóðs
Comments


bottom of page