HVAÐA RUGL ER Í GANGI??
Man ekki eftir að færri eignir auglýstar til sölu á fasteignamarkaðnum eða um 605 og þar af um 90 nýbyggingar ( líklega einhverjar tvískráningar ) á meðan um 25.000-30.000 manns að skoða fasteignavefina.
Í venjulegu árferði þarf að vera 2500-3000 eignir á markaðnum og þar af 700-900 nýbyggingar svo markaðurinn haldi sér eðlilegum
Svo eru sveitafélögin steinhissa á hækkandi fasteignaverði og kenna lágum vöxtum um hækkandi verð. Ástæða vaxtahækkunnar og verðhækkanna á fasteignamarkaði hefur 90% með sveitafélögin að gera og lóðarskort. Nærri 19% hækkun á sérbýli síðustu 12 mánuði er alls ekki eðlilegt og hvað þá um 40% á einhverjum stöðum
Á meðan framboðið er svona lítið hækkar Seðlabankinn vexti til að tempra verðbólgu þar sem fasteignaverð er inní neysluvísitölunni
Nú VERÐA sveitafélögin að gera betur!!
palli@verdmat.is / 7754000
Comments