top of page
  • Writer's picturePall Palsson

655 eignir seldust í júlí mánuði á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí 2018 var 655. Heildarvelta nam 33,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 51,3 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 22,6 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 9,3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,7 milljörðum króna.

Þegar júlí 2018 er borinn saman við júní 2018 fjölgar kaupsamningum um 0,6% og velta eykst um 2%. Í júní 2018 var 651 kaupsamningi þinglýst, velta nam 33 milljörðum króna og meðalupphæð á hv

ern kaupsamning 50,6 milljónir króna.

Þegar júlí 2018 er borinn saman við júlí 2017 fækkar kaupsamningum um 0,5% og velta minnkar um 3,2%. Í júlí 2017 var 658 kaupsamningum þinglýst, velta nam 34,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 52,8 milljónir króna.




bottom of page