MEÐMÆLI
NOKKUR AF ÞEIM FJÖLDA UMMÆLA SEM PÁLL HEIÐAR PÁLSSON HEFUR FENGIÐ UM STÖRF SÍN FRÁ VIÐSKIPTAVINUM
Hafdís og Páll sáu bæði um kaupin og söluna á fasteignum fyrir okkur hjónin. Þau eru hlý, en fagleg, segja hlutina eins og þeir eru og koma til dyranna eins og þau eru klædd. Þau lögðu sig fram við að láta hlutina ganga upp og héldu okkur upplýstum um gang mála. Við mælum hiklaust 100% með Hafdísi og Páli við fólk í fasteignahugleiðingum.
- Kristján og Guðrún
Hafdís og Páll seldu íbúð fyrir okkur í okt 2016. Þau veittu góða þjónustu, voru boðin og búin að aðstoða okkur í einu og öllu sem varðaði söluna og við kaup á nýrri fasteign. Þau svöruðu öllum spurningum og vangaveltum um hæl og alltaf var hægt að ná í þau. Við gefum þeim okkar bestu meðmæli og munum mæla með þeim við aðra.
- Elín Rós og Birgir
Við hjónin keyptum íbúð í Garðabæ í gegn um Pál H Pálsson. Öll samskipti við hann gengu vel, hvort sem um símtöl eða tölvupóst svaraði hann öllu fljótt og samviskusamlega. Kaupferlið gékk hratt og vel fyrir sig og höfum við ekki af neinu að kvarta.
- Halldór Jón
Ég leitaði sérstaklega til Palla og Hafdísar þar sem ég hafði boðið í eign sem þau voru að selja. Mér leyst vel á þeirra vinnubrögð og fannst þau mjög fagmannleg. Eignin sem þau seldu fyrir mig fór næstum alveg strax og á verði sem ég var mjög sátt við. Þeirra ráðleggingar hjálpuðu mér mikið við að undirbúa mína eign til sölu. Svo fannst mér alveg frábært að tala við þau. Þau útskýrðu hlutina mjög vel fyrir mér og voru ekkert að flækja málin. Ég mæli hiklaust með Palla og Hafdísi fyrir alla þá sem vilja selja eign.
- Fríða
Hafdís og Páll sáu bæði um kaupin og söluna á fasteignum fyrir okkur hjónin. Þau eru hlý, en fagleg, segja hlutina eins og þeir eru og koma til dyranna eins og þau eru klædd. Þau lögðu sig fram við að láta hlutina ganga upp og héldu okkur upplýstum um gang mála. Við mælum hiklaust 100% með Hafdísi og Páli við fólk í fasteignahugleiðingum.