Hvernig færðu besta verðið fyrir eignina þína?
Hverjar eru ástæður þess að sumar fasteignir seljast hratt og á háu verði, jafnvel yfir ásettu verði en aðrar eignir sitja lengi á markaðnum og enda með því að seljast undir markaðsverði?
Það fyrsta sem seljendur verða að hafa í huga er að því fleiri sem skoða eignina, því hraðar selst hún og á hærra verði. Það
eru þúsundir eigna á fasteignavefjum á Íslandi sem hvorki seljast né skapa fyrirspurnir. Fæstir átta sig á því að meðaltíminn á söluskrá í janúar 2018 voru nærri 70 dagar. Hvað þarf að gerast svo fleiri en einn bjóði í eignina á sama tíma? Hvernig færðu sem flesta til að skoða eignina
og gera tilboð? Hvernig færðu besta verðið?
1. Verðlagning - Mikilvægt er að hafa rétt ásett verð.
Fáðu heiðarlegt(faglegt) verðmat frá fasteignasalanum þínum. Ekki hlusta á
fasteignasala sem verðmeta bara eftir því sem þú vilt heyra. Helsta ástæða þess að fólk
skoðar ekki eignina þína er vegna þess að eignin er verðlögð of hátt. Verðlegðu á réttu
markaðsverði til að vekja áhuga tilvonandi kaupenda. Ekki fara í „mér finnst“ eða „ég held“
að verðið sé hitt og þetta fyrir eignina. Byggðu matið á sölutölum og fermetraverði í hverfinu og
berðu eignina þína saman við eignir sem eru þegar í sölu og athugaðu hvernig gengur að selja þær o.s.frv. Við
notumst við 5-10 aðferðir til að áætla hvað verðið á eigninni þinni ætti að vera og komum með tillögur um ásett verð. Það er enginn að hjálpa
þér með því að segja bara það sem þú vilt heyra. Í mörgum tilfellum eruvæntingar seljenda mun meiri en markaðsverð gefur til kynna.
2. Markaðssetning:
• 96% af þeim sem eru að leita að eignum skoða fasteignavefi og því eru góðar og fallegar myndir af eigninni lykilatriði. Myndir eru það fyrsta sem fólk sér af eigninni þinni og því er mikilvægt að þær séu teknar af fagaðila.
• Auglýsingar í blöðum skila ekki eins miklum árangri og áður fyrr og því ber að fara varlega í þann kostnað. Þó er til undantekningar á þessu t.d. íbúðir sem hugsaðar eru fyrir 65 ára og eldri
• Opið hús: Nær 80% af smellum á eignina þína á netinu eru fyrstu 4-6 dagana. Mikilvægt er því að nota þann tíma til að auglýsa opið hús. Opin hús hafa reynst vel til að búa til spennu um eignina. Þegar eignin er komin á netið þá er um að gera að deila eigninni á samfélagsmiðlum og biðja
vini og vandamenn um að deila. Best er að sýna eignina í dagsbirtu.
3. Ásýnd eignarinnar:
Eignin hefur í raun mjög skamman tíma til að heilla væntanlega kaupendur. Fasteignaleitendur eru að miklu leyti búnir
að mynda sér skoðun á eigninni við það að keyra að henni. Því er mikilvægt að ásýnd eignarinnar sé upp á sitt besta.
• Taktu til í garðinum, innkeyrslu og fjarlægðu alla óþarfa hluti. Klipptu runna og sláðu garðinn að sumri til. Ef snjór hefur fallið skal einnig moka aðkomu hússins.
• Gakktu langt í að gera allt hreint og fínt. Lykt er lykilatriði því það er það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar gengið er inn.
• Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum.
• Skoðaðu lýsingu rýmisins. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.
• Listinn er ekki tæmandi og við erum með fjölda atriða til viðbótar um hvernig best sé að undirbúa ásýnd eignarinnar.
4. Ástand eignar:
Vertu viss um að eignin sé upp á sitt besta þegar hún fer í sölu. Fólk prúttar síður um verð ef allt er í lagi.
Hafðu eftirfarandi atriði í huga:
• Ástand á húsi, raka, rakamæla, ástandsskoðun, lagnir, múr, þak, glugga, gler, leka, minniháttar viðgerðir, sökkla á innréttingum og fjarlægðu reykingalykt. Þarf að gera við eitthvað? Lagaðu málningu þar sem þarf, settu gólflista þar sem þá vantar og annað tilfallandi.
• Haltu þig við stutta og hnitmiðaða lýsingu : Góð lýsing á eigninni í söluyfirliti er mikilvæg en ekki fara út í of mikil smáatriði.
• Láttu fasteignasala sýna eignina. Það hefur margoft sannað sig að fólk sem skoðar eignir með eigendum er hlédrægara þegar kemur að því að tjá sig um kosti og galla eignarinnar af ótta við að móðga eigendur. Best er að heyra sannleikann svo einfaldara sé að loka sölunni.
Þetta skjal og upplýsingar eru eign Páls Heiðars Pálssonar og má með engum
hætti afrita né birta nema vitnað sé í höfund með tilheyrandi hætti.